Góðar helgar að baki.

Jæja þá eru nú kominn tími til að skrifa hérna inn blogg.

Við fórum uppá land um síðustu helgi í skírnina hjá Sæþór Inga og var hún alveg rosalega falleg hann Ólafur Jóhann prestur skírði eða Óli jói eins og hann er kallaður hérna í eyjum. Svo var veislan bara heim hjá Maríu og Sæma og var það rosaleg kósí og heimilislegt langbest svoleiðis finnst mér. 

En svo er hann Ingimar Óli að fara í nefkirtla aðgerð þann 13 maí. Læknirinn vara nú bara búin að gleyma honum það er svo sem ekkert nýtt hjá þessum aðkomulæknum sem koma hingað til eyja að þeir gleymi þeim.En Allavega þá ætlaði ég nú aldrei að finna númerið hjá þessum lækni alveg sama hvert ég leitaði þá fannst hann ekki.Þannig að það endaði með því að ég vissi að Vala snyrti væri búin að fara með sinn strák hann Jón Valgarð í aðgerð til hann þannig að það endaði með því að ég fékk númerið hjá honum þar Takk fyrir Vala. Og hann vildi bara gera aðgerðina sem fyrst sem er mjög gott ég er farinn að vorkenna Ingimar Óla að vera með þetta hor alltaf enda er hann komin með svakalegt sár á nebbanum núna því að er alltaf verið að þurrka nebba plebba hjá honum.

En við ætlum ekki að hafa þetta lengra í dag og biðjum að heilsa.


Jæja þá ætlar mín að fara að byrja að blogga

Jæja þá ætlar maður að fara vera duglegur og fara að blogga núna.

Það er núna nóg að snúast hjá okkur í dag við erum að fara upp á land á morgun og munum við Ingimar Óli fara á bílnum hans afa Gulla og Hjördís amma, Goggi og Margrét Júlía
fara með þeim og mun ég keyra. Það er verið að fara skíra hann Sæþór Inga á laugardaginn og við mætum auðvitað.
Ingimar og strákarnir koma á föstudaginn í bæinn. Svo erum við Ingimar Óli að koma með nýja(gamla) bílinn okkar heim, Já við eigum núna 3 bíla 2 í lagi og einn bilaðan :( en við vonum að audíinn fara að komast í lag eða satt að segja vonumst til að það finnist vél í hann því þ.essi elskulegi bíll er mjög góður bara bilaður eða þið skiljið mig.
En ég þarf að fara að pakka niður þannig að við heyrumst í bili.

Kv Elín


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband